MARKMIÐ

Markmið okkar er einfalt: við þróum og starfrækjum sjálfbær orkuver í samvinnu við samfélög á hverjum stað.

HVAÐ ER JARÐVARMAORKA?

Flestir vita að djúpt undir jarðskorpunni er heitt berg.  En það sem margir vita ekki er að þessi hiti gæti veitt okkur langvarandi uppsprettu endurnýjanlegrar orku.

Ólíkt vind- eða sólarorku, sem virkar eingöngu þegar vindur blæs eða þegar sólin er á lofti, geta jarðvarmavirkjanir séð okkur fyrir orku allan sólarhringinn.  Ólíkt kolaorkuverum menga þau ekki loftið með losun gróðurhúsalofttegunda. Og ólíkt kjarnorkuverum geta þau staðið af sér hörmungar. Þau geta séð samfélögum á hverjum stað fyrir endurnýjanlegri orku um ókomna tíð.

AÐFERÐIR VIÐ BEISLUN JARÐVARMA

Í gegnum tíðina hefur reynst erfitt að beisla jarðvarmaorku og umbreyta í raforku nema hún sé við gríðarlega hátt hitastig. Orkuver Baseload Power Iceland umbreyta heitu vatni við lægra hitastig í rafmagn.

Nota má varmaorku úr borholum eða með því að nota heita hveri sem er til staðar sem orkugjafa

Við vinnum einnig náið með samstarfsaðilum í olíu- og gasiðnaði að raforkuverkefnum.

STARFSEMI OKKAR

Við vinnum náið með samfélögum á hverjum stað, sem og traustum og rótgrónum orkufyrirtækjum, að því að finna nýjar eða eldri uppsprettur jarðvarma. Það kann að fela í sér að finna og bora nýjar borholur þar sem fyrir er þekkt uppspretta jarðvarma. Það gæti einnig þýtt að nýta eldri borholu með lágt hitastig í jarðvarmavirkjun eða uppbyggingu fyrir hitaveitu.

Við leigjum eðasemjum um svæði í samstarfi við hagsmunaaðila á staðnum, útvegum nauðsynleg leyfi og gerum orkusamninga.

Tvö orkuver Baseload Power eru starfrækt hér á landi um þessar mundir og bráðlega bætist hið þriðja í hópinn..

Við erum á góðri leið með að endurskilgreina orkugeirann og vinnum hörðum höndum að því að leysa stærsta endurnýjanlega orkugjafa jarðar úr læðingi og raungera þannig hugsjón okkar um jörð í jafnvægi.

STAÐBUNDIÐ: FJÁRFESTINGAR OKKAR

UPPHAF VERKEFNA

Orkufyrirtæki meta jarðfræðilegar aðstæður, kortleggja staðsetningar orkuvera, skoða möguleika dreifingar og mynda tengsl við helstu hagsmunaaðila.

MAT OG VIÐMIÐ

Orkufyrirtækin framkvæma ítarlegar rannsóknir fyrir endanlega staðfestingu. Síðan undirrita þau lóðarleigusamning og úttektarsamning ásamt því að útvega staðbundin leyfi.

FRAMKVÆMD

Staðbundin teymi stýra raunverulegri þróun verkefna, samhliða leyfisferlum, undirbúningi byggingarsvæðis, kaupum á nauðsynlegri tækni, o.s.frv.

Á HEIMSVÍSU: BASELOAD CAPITAL

FJÁRMÖGNUN

Með því að bjóða upp á fjármagná upphafsstigi, getum við flýtt fyrir þróun verkefna sem snúa að varmaorkuframleiðslu og tryggt hraðari uppbyggingu.

MARKAÐSRANNSÓKNIR

Við framkvæmum ítarlegar rannsóknir til að tilgreina nýja markaði, könnum aðstæður og aðstoðum við upplýsingagjöf og kynningu á verkefnum fyrir fjárfesta.

TÆKNIÞEKKING

Við búum yfir sérfræðiþekkingu sem er nauðsynleg til að koma jarðvarmavirkjunum á fót og vitum hvað þarf til að flýta fyrir uppbyggingu, bæta nýtingu, og lengja endingartíma.

Baseload Power Japan is supported by long-term investors

Although geothermal power generation can contribute to decarbonization, the ratio of geothermal power generation to renewable energy is only 0.2%*, and the business development of geothermal power generation involves risks in cost, efficiency, time, know-how, etc. in exploration, construction, and operation. This has made fundraising difficult. 

Investors in Europe and the United States, where ESG are focused, agree with our efforts to decarbonize through geothermal energy and support the baseload group's technology and business development from a long-term perspective. 

Based on funds from investors and the know-how of the Group, Baseload Power Japan aims to contribute to decarbonization by utilizing the heat of the earth, and to revitalize local communities with the local resources.

VISTKERFI JARÐHITANS

VARMAVER SEM GERA MEIRA EN AÐ FRAMLEIÐA ORKU

Unnt er að framleiða hreina orku á allt að fimm mismunandi stigum, frá því að heitum jarðhitavökva er dælt upp úr vinnsluholu og þar til honum er skilað aftur til jarðar. Þess vegna viljum við líta á jarðvarmavirkjanir okkar sem flókin vistkerfi - hvert og eitt sérsniðið, í samræmi við þarfir og möguleika staðsetningar þess. Myndin hér að neðan sýnir nokkra af mörgum möguleikum.

HVERSU MIKIÐ RAFMAGN?

Eitt 1 MW orkuver getur framleitt nægt rafmagn fyrir allt að 600 til 800 heimili.
800

Explore our power plants

Start exploring
menuchevron-down